Prinsinn einn gegn Blatter

Luis Figo.
Luis Figo. EPA

Luis Figo, fyrrverandi landsliðsmaður Portúgals, og Michael van Praag, formaður hollenska knattspyrnusambandsins, tilkynntu báðir í gær að þeir væru hættir við framboð til forseta FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Það þýðir að aðeins jórdanski prinsinn Ali bin al-Hussein og forsetinn Sepp Blatter, sem ráðið hefur ríkjum í 17 ár, standa eftir nú þegar vika er til kosninga.

„Þetta ferli er ekkert í líkingu við kosningar. Þetta snýst bara um að úthluta valdi til eins manns, og ég neita að taka þátt í því,“ sagði Figo í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert