Lokeren missti af Evrópudeildarsæti

Sverrir Ingi Ingason í leik með Lokeren.
Sverrir Ingi Ingason í leik með Lokeren. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans í Lokeren töpuðu í kvöld fyrir Mechelen 2:1 í umspili um sæti í Evrópudeildinni.

Lokeren hafnaði í 8. sæti belgísku deildarinnar og fór því liðið í kjölfarið í riðil með nokkrum liðum, en liðin börðust um Evrópudeildarsæti.

Lokeren tók efsta sætið í riðlinum og fór því í úrslitaleik gegn Mechelen. Fyrri leiknum lauk með 2:2 jafntefli en leiknum í kvöld lauk með 2:1 sigri Mechelen.

Mechelen mætir núna liðinu í fimmta sæti í efri riðlinum í hreinum úrslitaleik um sæti í Evrópudeildinni.

Sverrir Ingi lék allan leikinn í liði Lokeren, en hann hefur verið fastamaður í liðinu á þessari leiktíð eða frá því hann kom til félagsins frá Viking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert