Meistaraþjálfarinn er hættur

Vicente del Bosque í leiknum við Ítalíu.
Vicente del Bosque í leiknum við Ítalíu. AFP

Vicente del Bosque ætlar að hætta störfum sem landsliðsþjálfari Spánverja í knattspyrnu en þetta hann staðfest samkvæmt spænska íþróttadagblaðinu AS.

Eftir að Spánverjar féllu út í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar gegn Ítölum á mánudaginn hafa spænskir fjölmiðlar fullyrt að hinn 65 ára gamli del Bosque myndi ekki halda áfram með liðið.

„Ég hyggst standa við minn samning til 31. júlí en eftir að við féllum út úr EM hef ég ekki verið í neinum vafa. Ég hef engin áform um að halda áfram sem þjálfari. Ef ég get hjálpað sambandinu okkar á einhvern hátt þá geri ég það," hefur AS eftir del Bosque.

Hann hefur stýrt spænska liðinu frá 2008 og undir hans stjórn varð liðið heimsmeistari 2010 og Evrópumeistari 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert