Spútniklið Leipzig tapaði í fyrsta sinn

Yussuf Poulsen fær að kenna á því gegn Ingolstadt í …
Yussuf Poulsen fær að kenna á því gegn Ingolstadt í dag. AFP

Nýliðarnir hjá Leipzig, sem hafa vakið heimsathygli fyrir byrjun sína í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu, töpuðu sínum fyrsta leik í dag og misstu toppsætið til meistara Bayern München.

Leipzig settu met í síðustu umferð, en þá hafði liðið ekki tapað í fyrstu 13 umferðum deildarinnar. Í 14. umferðinni í dag kom hins vegar að því þegar Ingolfstadt, sem er í fallsæti, hafði betur 1:0.

Á meðan burstuðu meistarar Bayern lið Wolfsburg, 5:0, og skutust í toppsætið. Robert Lewandowski skoraði tvívegis fyrir Bayern og hefur nú skorað yfir 200 mörk á ferlinum.

Bayern og Leipzig eru bæði með 33 stig og þau mætast einmitt 21. þessa mánaðar.

Alfreð Finnbogason var ekki með vegna meiðsla þegar Augsburg tapaði á útivelli fyrir Hamburg, 1:0. Augsburg er í 12. sæti deildarinnar með 14 stig.

Thiago Alcantara, Arjen Robben og Thomas Müller fagna einu af …
Thiago Alcantara, Arjen Robben og Thomas Müller fagna einu af fimm mörkum Bayern í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert