Martens valin knattspyrnukona ársins

Lieke Martens.
Lieke Martens. AFP

Lieke Martens var í kvöld útnefnd knattspyrnukona ársins á verðlaunahátíð Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í Lundúnum í kvöld.

Martens var lykilmaður í hollenska landsliðinu sem vann Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn í sumar og það á heimavelli eftir sigur á Dönum í úrslitaleik. Hún gekk í raðir Barcelona í sumar.

„Ég vil þakka öllum fyrir og sérstaklega liðsfélögunum mínum. Án þeirra hefði ég ekki afrekað þetta. Og að sjálfsögðu á fjölskyldan stóran þátt í þessu,“ sagði Martens þegar hún tók á móti verðlaunum sínum.

Aðrar sem voru tilefndar var hinn 18 ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela og hin bandaríska Carli Lloyd sem varð fyrir valinu í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert