Kjartan Henry var allt í öllu

Kjartan Henry Finnbogason í leik með Horsens.
Kjartan Henry Finnbogason í leik með Horsens. Ljósmynd/Twitter

Kjartan Henry Finnbogason fór mikinn fyrir lið sitt Horsens frá Danmörku þegar liðið mætti CSKA Moskvu í vináttuleik á Spáni í dag þar sem niðurstaðan var 2:2 jafntefli.

Horsens er á Spáni í æfingabúðum þar sem hlé er á dönsku úrvalsdeildinni þar til í febrúar. CSKA Moskva er eitt af stærstu félögum Rússlands og spilaði meðal annars í Meistaradeild Evrópu nú í haust.

Kjartan Henry lagði upp fyrra mark Horsens fyrir Mikkel Qvist, áður en Rússarnir jöfnuðu metin úr vítaspyrnu. Kjartan Henry kom Horsens hins vegar yfir á ný með fallegu skoti, áður en CSKA náði að jafna eftir hlé og næla í jafnteflið, 2:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert