Er enn í sjokki eftir brottreksturinn

Vahid Halilhodzic.
Vahid Halilhodzic. AFP

Vahid Halilhodzic sem fyrir nokkru síðan var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Japans í knattspyrnu segist vera enn í sjokki og íhugi að stefna japanska knattspyrnusambandinu.

Undir stjórn Halilhodzic tryggðu Japanir sér farseðilinn á HM í Rússlandi í sumar en í síðasta mánuði var hann óvænt rekinn úr starfi.

„Jafnvel í mínum verstu martröðum þá gat ég ekki ímyndað mér að einn daginn gæti eitthvað eins og þetta gerst,“ sagði Halilhodzic í viðtali við AFP fréttaveituna en hann segist fyrst hafa haldið að um grín hafi verið að ræða.

„Það var enginn sem varaði mig við því að ég ætti á hættu að vera rekinn,“ segir Halilhodzic sem lýsir brottrekstrinum við niðurlægingu og hafi verið erfiðasta augnablikið á hans ferli en hann tók við þjálfun japanska landsliðsins í marsmánuði 2015.

„Ég kom liðinu í úrslitakeppni HM en nú hefur japanska knattspyrnusambandið komið í veg fyrir að ég geti gert stærri hluti með liðið. Ég þarf að fá svör og á skilið að fá útskýringu.“

Japanska knattspyrnusambandið réð Akira Nishino sem eftirmann Halilhodzic. Hann lék á árum 12 leiki með japanska landsliðinu og er best þekkt­ur fyr­ir að stýra liði Gamba Osaka til sig­urs í Asíu­keppn­inni árið 2008. Hann hef­ur þjálfað yngri landslið Jap­ana og nokk­ur önn­ur fé­lagslið í Jap­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert