Lukaku ætlar að hætta með landsliðinu eftir tvö ár

Romelu Lukaku var frábær á HM fyrir Belga.
Romelu Lukaku var frábær á HM fyrir Belga. AFP

Romelu Lukaku, framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester United, reiknar með því að hætta að leika með landsliði Belga eftir Evrópumótið 2020. Lukaku hefur verið lykilmaður í landsliðinu undanfarin ár en hann skoraði fjögur mörk á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem Belgar endurðu í þriðja sæti eftir 2:0-sigur á Englandi í leik um bronsið í Pétursborg.

„Ég reikna með því að hætta eftir EM 2020. Markmiðið hjá landsliðinu undanfarin ár hefur alltaf verið að komast í undanúrslit á öllum stórmótum. Auðvitað fer maður inn í svona mót til þess að vinna það en markmiðið hefur alltaf verið undanúrslit, í það minnsta,“ sagði Lukaku.

Eins og áður sagði var framherjinn frábær í Rússlandi en fari svo að hann leggi landsliðsskóna á hilluna 2020 var HM í Rússlandi hans síðasta heimsmeistaramót. Næsta heimsmeistaramót í knattspyrnu verður í Katar 2022 og verður Lukaku þá orðinn 29 ára gamall en hann er einungis 25 ára í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert