Gunnhildur ekki misst af mínútu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu sem mætir …
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu sem mætir Þýskalandi eftir 13 daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Möguleikar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og samherja hennar í Utah Royals um að komast í fjögurra liða úrslitakeppnina um bandaríska meistaratitilinn dvínuðu í gærkvöld þegar liðið gerði jafntefli við Sky Blue á útivelli, 2:2.

Með sigri hefði Utah náð Chicago Red Stars að stigum í fjórða sætinu en Chicago er með 31 stig og á þrjá leiki eftir, Orlando Pride er með 30 stig og á þrjá leiki eftir, Utah 29 stig og tvo leiki eftir og Houston Dash 29 stig og þrjá leiki eftir. Þessi fjögur lið berjast um eitt til tvö sæti í úrslitum ásamt Portland Thorns sem er í þriðja sæti með 33 stig og á þrjá leiki eftir.

Sky Blue, sem er neðst í deildinni, komst í 2:0 en Utah jafnaði metin í lok uppbótartímans. Gunnhildur lék að vanda allan leikinn með Utah en hún hefur verið í byrjunarliði í öllum 22 leikjum liðsins, hefur aldrei verið skipt af velli, og er því búin að spila hverja einustu mínútu á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert