Lewandowski sá um Schalke

Ivan Perisic, Robert Lewandowski og Philippe Coutinho fagna í dag.
Ivan Perisic, Robert Lewandowski og Philippe Coutinho fagna í dag. AFP

Bayern München vann sinn fyrsta sigur í þýsku 1. deildinni í fótbolta á tímabilinu er liðið lagði Schalke á útivelli, 3:0. Bayern gerði jafntefli við Hertha Berlín í fyrstu umferðinni og er því með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Robert Lewandowski kom Bayern á bragðið með marki úr víti á 20. mínútu og var hann aftur á ferðinni á fimmtu mínútu síðari hálfleiks. Lewandowski var ekki hættur því hann skoraði þriðja markið sitt og þriðja mark Bayern á 75. mínútu og þar við sat.

Philippe Coutinho lék sinn fyrsta leik með Bayern. Brasilíumaðurinn kom inn á sem varamaður á 57. mínútu. 

Juventus fer vel af stað í titilvörn sinni í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Liðið hafði betur gegn Parma á útivelli í 1. umferðinni í dag. Varnarmaðurinn Giorgio Chiellini skoraði sigurmarkið á 21. mínútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert