Köbenhavn færist nær titlinum

Ísak Bergmann Jóhannesson kom við sögu í leik dagsins.
Ísak Bergmann Jóhannesson kom við sögu í leik dagsins. AFP/Liselotte Sabroe

Íslendingalið FC Köbenhavn færist nær danska meistaratitlinum eftir útisigur á Viborg, 2:1, í dag. 

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði á bekknum en kom við sögu á 65. mínútu. Liðsfélagi hans Hákon Arnar Haraldsson sat allan tímann á tréverkinu, en hann var í leikbanni í síðasta eftir að hafa fengið rautt spjald utan vallar gegn Bröndby. Þjálfarinn Jacob Neestrup gæti hafa refsað Hákoni í dag vegna þess. 

Köbenhavn er í fyrsta sæti deildarinnar með 58 stig þegar fjórir leikir eru eftir en Kaupmannahafnarliðið getur unnið deildinni á eftir tapi Nordsjælland fyrir Bröndby, en sá leikur er í gangi þessa stundina og er staðan 1:0 fyrir Bröndby. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert