Íslenskt markaregn í Hollandi

María Catharina Ólafsdóttir Gros skorað tvívegis fyrir Fortuna Sittard í …
María Catharina Ólafsdóttir Gros skorað tvívegis fyrir Fortuna Sittard í dag. Ljósmynd/Fortuna Sittard

María Catharina Ólafsdóttir Gros og landsliðskonan Hildur Antonsdóttir voru báðar á skotskónum þegar lið þeirra Fortuna Sittard vann stórsigur á Zwolle, 7:1, á útivelli í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Sittard hafnaði í fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið vann sér inn 40 stig. Twente stóð uppi sem meistari með 56 stig, tveimur meira en Ajax í öðru sætinu,

María Catharina gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö marka Sittard auk þess sem Hildur skoraði eitt mark.

Báðar léku þær allan leikinn en Lára Kristín Pedersen var ekki í leikmannahópi Sittard að þessu sinni.

María Catharina skoraði fimm mörk í deildinni á tímabilinu og gaf tvær stoðsendingar á meðan Hildur skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert