Leverkusen skrifar söguna

Stuðningsmenn Leverkusen halda upp á 50 leikja hrinu án ósigurs …
Stuðningsmenn Leverkusen halda upp á 50 leikja hrinu án ósigurs í leik gegn Bochum í gær. AFP/ INA FASSBENDER

50 leikir án taps á tímabilinu, þar af 41 sigur. Með 5:0-sigrinum gegn Bochum í gær náði Leverkusen sínum fimmtugasta leik án ósigurs en síðasta tap liðsins var einmitt gegn Bochum á síðasta degi síðasta tímabils.

Leverkusen á einn deildarleik eftir og þótt ótrúlegt megi virðast munu þeir ekki ná stigameti deildarinnar. Það er í eigu Bayern München og var sett á 2012/2013-tímabilinu, undir stjórn Jupp Heynckes. Leverkusen er með 87 stig en metið er 91.

Leverkusen hefur þegar slegið 59 ára gamalt Evrópumet Benfica yfir flesta leiki án ósigurs í öllum keppnum. Gamla metið var 48 leikir. 

Leverkusen á þrjá leiki eftir af tímabilinu, deildarleik gegn Augsburg, úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Atalanta og bikarúrslitaleik gegn Kaiserslautern.

Florian Wirtz hefur átt stórkostlegt tímabil.
Florian Wirtz hefur átt stórkostlegt tímabil. AFP/Alberto PIZZOLI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert