Lykilleikmaður Fram frá vegna meiðsla

Kennie Chopart, til vinstri og Guðmundur Baldvin Nökkvason.
Kennie Chopart, til vinstri og Guðmundur Baldvin Nökkvason. Eggert Jóhannesson

Varnarmaðurinn öflugi, Kennie Chopart, var ekki í leikmannahóp Fram þegar liðið vann 3:0 sigur á ÍH í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í gær og verður frá næstu vikurnar.

Rúnar Kristinsson sagði í samtali við RÚV.is eftir leikinn að Kennie er tæpur í hnénu. Hann fór í myndatöku í gær og hann gæti verið frá í einhverjar vikur.

Hann kom með Rúnari frá KR í Fram fyrir tímabilið.

Fram hefur byrjað mjög vel í deildinni og er í fimmta sæti með 11 stig eftir sex leiki. Liðið hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig og ekkert lið hefur varist jafn vel. Þar hefur Kennie verið í lykilhlutverki ásamt Kyle Mc Lagan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert