HM: Íslenskt hugvit á bak við sigurmark Dana

Lars Möller Madsen fagnar sigurmarkinu með Jesper Jensen og Anders …
Lars Möller Madsen fagnar sigurmarkinu með Jesper Jensen og Anders Oechsler í gær. Reuters

Það var íslenskt hugvit sem sökkti íslenska landsliðinu í gær í Hamborg þegar Lars Møller Madsen skoraði sigurmark Dana gegn Íslendingum í 42:41-sigri þeirra í 8 liða úrslitum HM.

Madsen er leikmaður danska liðsins Skjern, sem Aron Kristjánsson þjálfar. Leikstjórnandi danska landsliðsins, Jesper Jensen, sem er einnig lærisveinn Arons, lagði á ráðin með félaga sínum um framkvæmdina á lokaskoti leiksins. "Við höfum gert þetta 600 sinnum áður á æfingum hjá Skjern," sagði Madsen.

Sjá nánar á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er um leikinn í máli og myndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert