180 keppendur á ÍM 50 sem hefst í kvöld

Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi er á meðal keppend á …
Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi er á meðal keppend á ÍM 50. mbl.is/hag

Íslandsmeistaramótið í 50 metra sundlaug hefst í kvöld í Laugardalaug þar sem keppt verður í 1.500 metra skriðsundi karla og 800 metra skriðsundi kvenna. Keppnishaldið stendur yfir í fjóra daga en lokakeppnisdagurinn er á sunnudag.

Alls eru 180 keppendur skráðir til leiks og koma þeir frá 14 félögum. Alls eru 98 konur og 82 karlar sem taka þátt. Alls verða synt rúmlega 800 sund á ÍM 50.
Flestir keppendur koma frá Ægi eða alls 34 og þar á eftir fylgja ÍRB með 27 keppendur og SH með sama fjölda.

Breiðablik 11.
Grindavík 4.
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 27.
Ármann 6.
Fjölnir 11.
KR 18.
Stjarnan 3.
Akranes 14.
Sundfélag Hafnarfjarðar 27.
Ægir 34.
Óðinn 15.
Vestri 5.
Tindastóll 1.
Afturelding 3.
UMSB 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert