„Hulda hefur allt“

Hulda Þorsteinsdóttir.
Hulda Þorsteinsdóttir. mbl.is/Skapti

Þrátt fyrir mikil skakkaföll á umliðnum árum hefur stangarstökkvarinn Hulda Þorsteinsdóttir náð afar góðum árangri í sinni grein á árinu. Þessi 19 ára gamli ÍR-ingur og Kvennaskólanemi hefur farið í sex aðgerðir á sama hnénu á síðastliðnum þremur árum. Hún er engu að síður Norðurlandameistari og sú níunda besta í heiminum í sínum aldursflokki.

Hulda sagðist í samtali við Morgunblaðið vera sátt við árangurinn í ár því hún fór í tvær aðgerðir í vetur og fór því ekki að æfa að ráði fyrr en á miðju sumri. „Þegar Evrópubikarinn fór fram í júní var ég eiginlega bara nýbyrjuð að skokka aftur eftir síðari aðgerð vetrarins. Það rættist einhvern veginn betur úr sumrinu en ég bjóst við, þannig að ég er mjög sátt við þetta allt saman,“ sagði Hulda en hún sleit krossband í hné fyrir þremur árum og hnéð hefur plagað hana síðan þá. Raunar er ekki útilokað að Hulda þurfi að fara í sjöundu aðgerðina en hún segist þó hafa orðið betri eftir því sem á leið sumarið.

Viðtalið í heild sinni er að finna í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert