Aníta og Hafdís keppa á Stórmóti ÍR-inga

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

19. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um næstu helgi stefnir í að verða það fjölmennasta frá upphafi.  26 íslensk félög hafa tilkynnt þátttöku auk þriggja félaga frá Færeyjum. Flestir hafa keppendur verið 792 en það var árið 2013.


Aníta og Hafdís keppa báðar
Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu keppa.  Aníta Hinriksdóttir ÍR mun hlaupa 200m og 400m, Hafdís Sigurðardóttir UFA er skráð til keppni í 60m, 200m og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. 

Margir afreksmenn reyna við EM lágmörk
Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson ÍR sem vantar 25 sm upp á lágmark í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR í 60m hlaupi en hana vantar 7/100 úr sekúndu upp á lágmarkið og Hafdís er einnig mjög líkleg til að ná lágmarkinu í sömu grein.

Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA og Ívar Kristinn Jasonarson ÍR stefna undir 48 sekúndurnar í 400m og Þorsteinn Ingvarsson ÍR og Kristinn Torfason FH berjast við 7.65m lágmark í langstökki.  Þá mun tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson ÍR keppa í mörgum greinum en hann stórbætti sig um helgina í sjöþraut og er líklegur til að verða meðal þeirra 15 sjöþrautarmanna sem fá boð um að keppa á EM. 

Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson


Hann gerir einnig atlögu að EM lágmarkinu í 60m grindahlaupi sem er 8.00 en Einar á best 8.10sek. Þá má búast við að stangarstökkvarinn efnilegi Krister Blær Jónsson ÍR verði í sviðsljósinu en hann hefur ítrekað stokkið yfir 5metrana á undanförnum mótum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert