Stefnt að heilagri þrenningu

Helgi Sveinsson staðfestir heimsmet sitt.
Helgi Sveinsson staðfestir heimsmet sitt. mbl.is

„Ég var með á bak við eyrað að slá metið vegna þess að ég var búinn að gera það nokkuð oft á æfingum. Það er hins vegar tvennt ólíkt að gera það á æfingum eða í keppni. Ég hef hugsað um hvernig hægt væri að yfirfæra það í keppni og það tókst í gær,“ sagði Helgi Sveinsson þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gærmorgun. Kvöldið áður hafði Helgi sett nýtt heimsmet í spjótkasti í sínum fötlunarflokki á JJ-móti Ármanns í Laugardalnum.

Helgi er bæði heims- og Evrópumeistari í sínum flokki og kastaði 54,62 metra í sínu fjórða kasti og bætti heimsmetið sem var 52,79 m. Heimsmetið hafði staðið frá Ólympíumóti fatlaðra í London 2012, en það átti Kínverjinn Yanlong Fu.

„Ég er búinn að leggja mikið inn í vetur og tæknin er að síast inn. Ásamt hugarfarinu. Maður þarf að þora að láta vaða og treysta atrennunni og tækninni. Ég er að verða skólaður í þessu.“

Sjá allt viðtalið við Helga í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert