Næst lengsta kastið á ferlinum

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Eva Björk

„Tilfinningin er frábær og ég er bara algjörlega í skýjunum,“ sagði spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir við Morgunblaðið í gærkvöld skömmu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Riga Cup mótinu í Lettlandi.

Það var ekki nóg með að Ásdís sigraði á mótinu heldur tryggði hún sér þátttökurétt á HM í Peking síðar í sumar og á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári. Ásdís kastaði spjótinu lengst 62,14 metra og það er næst lengsta kast hennar á ferlinum en Íslandsmet hennar er 62,77 metrar sem hún setti á Ólympíuleikunum í London 2012. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 62 metrar og 61 metri á HM.

Nánar er rætt við Ásdísi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert