Jón Margeir og Thelma syntu inn í úrslit

Thelma Björg Björnsdóttir
Thelma Björg Björnsdóttir ÍF

Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, setti bætti eigið Íslandsmet í 100 m bringusundi í flokki S14, á Evrópumeistaramótinu í sundi fatlaðra í morgun. Hann kom í mark með sjöunda besta tímann 1.12,20 mínútur og syndir þar með til úrslita í kvöld á mótinu sem fram fer á Madeira. 

Um leið náði Jón Margeir A-lágmarki fyrir Ólympíumótið sem haldið verður í Ríó í september. Áður hafði hann náð B-lágmarki í greininni.  Gamla met Jóns Margeirs var 1.13,81. 

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, setti í gær nýtt Íslandsmet í 100m skriðsundi í flokki S6 er hún synti til úrslita. Hún hafnaði í 7. sæti á tímanum 1.23,85 mín. Þá var Thelma í undanrásum í morgun og komst í undanúrslit í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1.58,89 mín. en Íslandsmetið hennar er 1.57,10mín. Thelma varð sjöunda inn í úrslitin í kvöld.

Már Gunnarsson, Nes/ÍRB, tók þátt í undanrásum í 100m skriðsundi í flokki S13 í morgun en hann var þar að synda uppfyrir sig þar sem hann er í flokki S12. Már komst ekki í úrslit í þessum sterka flokki en bætti sinn fyrri árangur í greininni því hann var skráður inn á mótið á tímanum 1.08,32mín en synti á 1.06,45mín. Már hjó nærri Íslandsmetinu í flokknum sem er í eigu Birkis Rúnars Gunnarssonar frá árinu 1995. Birkir synti í flokki S11 (alblindir) og gamla metið hans nær yfir flokk S12 þar sem enginn í þeim flokki hefur enn synt á betri tíma en Birkir í flokknum fyrir neðan.

Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið í 100 m brigunsundi í …
Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið í 100 m brigunsundi í sínum flokki í morgun og komst í úrslit í greininni á EM. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert