Bryndís í 29. sæti á HM

Bryndís Rún Hansen.
Bryndís Rún Hansen. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bryndís Rún Hansen hafnaði í 29. sæti af 127 keppendum í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Windsor í Kanada í dag.

Bryndís synti á 54,67 sekúndum en hefði þurft að synda á 53,78 sekúndum til að komast í undanúrslitin. Þangað fóru sextán bestu í greininni en beta tímann fékk Penny Pleksiak frá Kanada sem synti á 52,36 sekúndum. Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í greininni er 54,44 sekúndur og Bryndís var því aðeins 23/100 frá því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert