Elsa Guðrún vann undankeppnina

Elsa Guðrún Jónsdóttir.
Elsa Guðrún Jónsdóttir. Ljósmynd/Einar Þór Bjarnason

Elsa Guðrún Jónsdóttir vann í dag í undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna með hefðbundinni aðferð á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í skíðagöngu sem fram fer í Lahti í Finnlandi.

Elsa Guðrún kom í mark á tímanum 15:23,9 mínútum, og var rúmum 20 sekúndum á undan næsta keppanda. Í undankeppninni komast að hámarki 10 bestu áfram af hvoru kyni og komist keppandi áfram fær hann þátttökurétt í öllum göngum í lengri vegalengdum. Það hefur Elsa nú afrekað.

Á morgun er keppt í sprettgöngu, á laugardag í skiptigöngu, þá liðaspretti og svo í 10 km göngu kvenna með hefðbundinni aðferð næsta þriðjudag.

Elsa Guðrún er hér fyrir miðju á meðfylgjandi mynd sem tekin var eftir keppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert