Enn minnkar plássið í verðlaunaskápnum

Fanney Hauksdóttir.
Fanney Hauksdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert lát er á velgengni Seltirningsins Fanneyjar Hauksdóttur í bekkpressunni. Vann hún í gær til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Kaunas í Litháen. Ekki nóg með það heldur setti hún Norðurlandamet í sínum þyngdarflokki -63 kg þegar hún ýtti upp 157,5 kg.

Fanney keppir ýmist í klassískri bekkpressu eða bekkpressu með búnaði og keppt var í búnaði á þessu HM sem hún segir geta verið tæknilega erfiðara.

„Maður veit í rauninni aldrei hvað andstæðingarnir munu gera en ég taldi mig geta barist um að fara á verðlaunapallinn. Yfirleitt er markmiðið hjá mér að komast á pall en æfingarnar hafa ekki gengið of vel hjá mér í búnaðinum undanfarið. Það getur verið aðeins flóknara en þessi hefðbundna bekkpressa. Niðurstaðan varð því betri en ég átti von á og ég var ekki viss um að ég næði bætingu í þessu móti. Bæting er alltaf bæting og það er alltaf jákvætt. Að setja met var þar af leiðandi þvílíkur plús,“ segir Fanney í Morgunblaðinu í dag.

Sjá samtal við Fanneyju í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert