Júlían vann gull í réttstöðulyftu

Júlían J. K. Jóhannsson tryggði sér gull í réttstöðulyftu í …
Júlían J. K. Jóhannsson tryggði sér gull í réttstöðulyftu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Júlían J.K. Jóhannsson tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu og bronsverðlaun í heildarkeppninni í +120 kg flokki á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Plzen í Tékklandi.

Júlían lyfti 370 kg í réttstöðulyftunni og dugði það honum til sigurs. Júlían reyndi svo við 400 kg sem er heimsmet, en sú lyfta fór hins vegar ekki upp.

Júlían lyfti samtals 1.060 kg í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu og það leiðir til þess að hann nældi í bronsverðlaun í heildarstigakeppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert