Afturelding vann bikarinn í fyrsta sinn

Afturelding sigraði á síðasta mótinu í bikarmótaröð Taekwondosambands Íslands sem haldið var í Keflavík um helgina og unnu Mosfellingar um leið heildarstigakeppni keppnistímabilsins.

Þetta er í fyrsta skipti sem Afturelding verður bikarmeistari. María Guðrún Sveinbjörnsdóttir úr Aftureldingu og Leo Speight úr Björk voru valin bestu keppendur mótsins en þau unnu bæði til gullverðlauna í sínum flokki.

Þátttakendur á mótinu voru rúmlega 130 frá tíu félögum. Keflvíkingar urðu í öðru sæti í heildarstigakeppni bikarmótaraðarinnar og Ármenningar höfnuðu í þriðja sæti.

Meðfylgjandi myndir eru frá mótinu um helgina.

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Leo Speight, bestu keppendur mótsins.
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Leo Speight, bestu keppendur mótsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert