„Hrikalega flott skref“

Jón Guðni í nýju treyjunni.
Jón Guðni í nýju treyjunni. Ljósmynd/FC Krasnodar

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson er kominn til starfa á nýjum vinnustað í Rússlandi en Krasnodar keypti hann á dögunum frá Norrköping í Svíþjóð. Jón mun því leika í efstu deild í Rússlandi eins og fjórir aðrir Íslendingar en hann gerði þriggja ára samning.

„Mín fyrstu kynni af Rússunum hafa verið mjög góð. Hjá félaginu er allt eins og best verður á kosið. Sama hvert litið er. Hjá svona liði er auðvitað mikil samkeppni og undir mér komið hvernig framtíðin verður. Hér eru mjög góðir leikmenn í öllum stöðum og kostur fyrir mann sem leikmann að æfa í þeim gæðaflokki alla daga,“ sagði Jón þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.

Nánar má lesa um vistaskipti Jóns Guðna í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert