Risasigur Íslands á Norður-Kóreu

Jóhann Már Leifsson skoraði þrennu í dag.
Jóhann Már Leifsson skoraði þrennu í dag. Ljósmynd/Bjarni Helgason

Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi vann afar sannfærandi 8:0-sigur á Norður-Kóreu í öðrum leik sínum í B-riðli 2. deildarinnar á heimsmeistaramótinu í Mexíkó í kvöld. 

Er þetta fyrsti sigur Íslands eftir að Vladimir Kolek tók við liðinu á síðasta ári. Íslenska liðið tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik í gær og er því með þrjú stig eftir tvo leiki. 

Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og var staðan orðin 2:0 eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Ísland bætti við tveimur mörkum í fyrsta leikhluta, þremur í öðrum leikhluta og svo einu í þriðja og síðasta leikhlutanum. 

Miloslav Racansky, sem er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu skoraði tvö fyrstu mörkin sín fyrir Ísland. Jóhann Már Leifsson bætti um betur og skoraði þrjú mörk. Robbie Sigurðsson skoraði tvö og Jóhann Már Leifsson komst einnig á blað. 

Íslenska liðið fær hvíld á morgun, áður en það mætir Mexíkó á miðvikudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert