Fjögur fara á EM í Portúgal

Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson eru á meðal keppenda …
Róbert Ísak Jónsson og Már Gunnarsson eru á meðal keppenda á EM. mbl.is/Unnur Karen

Evrópumeistaramót IPC í sundi fatlaðra í 50 metra laug fer fram á portúgölsku eyjunni Madeira dagana 21. - 27. apríl næstkomandi, þar sem Ísland verður með fjóra keppendur.

Keppendurnir sem um ræðir eru þau Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, báðar úr ÍFR, Már Gunnarsson úr ÍRB og Róbert Ísak Jónsson úr Firði/SH.

Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir í fremri röð.
Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir í fremri röð. Ljósmynd/ÍF

Hópurinn heldur út til Portúgal á morgun en með þeim í för er Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari, Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar ÍF, Kristinn Þórarinsson þjálfari og þau Steinunn Einarsdóttir og Gunnar Már Másson aðstoðarmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert