Faðir heimsmeistarans blóðgaðist

John Fury blóðgaðist í átökunum.
John Fury blóðgaðist í átökunum. Ljósmynd/Skjáskot

Englendingurinn John Fury faðir hnefaleikaheimsmeistarans Tysons Fury blóðgaðist í átökum við þjálfarateymi Oleksandr Usyk fyrir bardaga þeirra í Sádi-Arabíu um komandi helgi.

Fury og Usyk mætast í bardaga á laugardagskvöld þar sem öll möguleg heimsmeistarabeltin í þungavigtinni verða undir. Mikill hiti er í herbúðum beggja manna, eins og sjá mátti á hóteli þeirra í gærkvöldi.

Atvikið átti sér stað á fjölmiðlafundi. Missti Fury eldri stjórn á skapi sínu og skallaði meðlim úr þjálfarateymi Usyks með þeim afleiðingum að hann sjálfur hlaut skurð.

„Ég vil biðja alla afsökunar. Það var mikið um tilfinningar enda mikið undir. Hann var mjög dónalegur og þú ert að biðja um eitthvað þegar þú kemur svona nálægt einhverjum,“ sagði John Fury við Seconds Out-hlaðvarpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert