Ótrúlegt afrek hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Tristan Jones,ladieseuropeantour.com

„Ég held það sé alveg óhætt að segja að þetta sé ótrúlegt afrek. Bandaríkin eru mekka atvinnugolfsins og þar eru stærstu og sterkustu mótaraðirnar. Að komast þar inn og ekki bara skríða þar inn, heldur fara inn með stæl, er auðvitað frábært,“ sagði Úlfar Jónsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsþjálfari í golfi, eftir að Ólafía Þórunn hafði tryggt sér annað sætið á lokaúrtökumótinu í gær.

„Ég veit ekki hversu margar komust á mótaröðina með því að fara í gegnum öll stigin, en þær eru ekki margar. Það er afrek út af fyrir sig að byrja á fyrsta stiginu og fara í gegnum öll stigin og enda í öðru sæti. Það eru hundruð kylfinga að berjast um þessi tuttugu sæti,“ sagði Úlfar.

„Hún hefur bætt sig rosalega mikið á stuttum ferli sem atvinnumaður, alveg ótrúlega flott hjá henni,“ segir Úlfar.

„Ég er ótrúlega stolt“

Tíst frá forsætisráðherranum

Undrandi á golfiðkun Íslendinga

Úlfar Jónsson
Úlfar Jónsson ljósmynd/GSÍ
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert