Logi til liðs við FH-inga

Logi Geirsson leikur væntanlega með FH næsta vetur.
Logi Geirsson leikur væntanlega með FH næsta vetur. mbl.is/Golli

Logi Geirsson, landsliðsmaður í handknattleik, verður kynntur til sögunnar á morgun sem nýr liðsmaður FH-inga fyrir næsta keppnistímabil en FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 13.00 á morgun.

Fullyrt var á Vísi í kvöld að Logi hefði þegar skrifað undir tveggja ára samning við FH. Ekki hefur náðst í hann eða formann handknattleiksdeildar FH til að fá það staðfest.

Logi er uppalinn FH-ingur en hefur leikið með Lemgo undanfarin ár. Ljóst varð fyrir nokkru að þetta yrði hans síðasta tímabil með þýska félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert