Róbert búinn að semja við Århus

Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson skrifaði nú rétt í þessu undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Århus Håndbold að því er fram kemur á vef félagsins.

Róbert gengur í raðir félagsins í sumar frá franska meistaraliðinu Paris SG en þá rennur samningur hans út við félagið.

Róbert þekkir vel til hjá Árósarliðinu en hann lék með liðinu frá 2002 til 2005 og er enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Róbert, sem er 35 ára gamall, hefur leikið með Paris SG frá árinu 2012 en þar áður spilaði hann með þýsku liðunum Rhein-Neckar Löwen og Gummersbach.

Róbert með treyju Århus Håndbold.
Róbert með treyju Århus Håndbold. Ljósmynd/aarhushaandbold.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert