Hansen setti markamet

Danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen setti markamet í Meistaradeild Evrópu í …
Danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen setti markamet í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á keppnistímabilinu með franska liðinu PSG. AFP

Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen hefur farið mikinn í Meistaradeild Evrópu á keppnistímabilinu með franska meistaraliðinu PSG. Liðið er nú komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn og þar á Daninn ekki hvað sístan þátt. 

Hansen setti um helgina markamet í Meistaradeildinni. Hann hefur skoraði 121 mark og bætt markamet Tékkans Filip Jicha frá leiktíðinni 2009/2010. Jicha skoraði þá 119 mörk fyrir þýska meistaraliðið Kiel. Þriðji á markalistanum frá upphafi er Þjóðverjinn Uwe Gensheimer með 118 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen leiktíðina 2010/2010. Gensheimer verður samherji Hansens hjá PSG á næsta keppnistímabili. 

Næst markahæsti leikmaður þessa keppnistímabils er Kiril Lazarov hjá Barcelona með 109 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert