Íslendingar voru aðsópsmiklir

Tandri Már Konráðsson í búningi Skjern.
Tandri Már Konráðsson í búningi Skjern. Ljósmynd/skjernhaandbold.dk

Íslenskir handknattleiksmenn komu mikið við sögu þegar Skjern og Århus skildu jöfn, 29:29, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á heimavelli Skjern. Árósaliðið hafði yfirhöndina í hálfleik, 17:15, en Skjern-liðið náði að komast yfir undir lokin en það dugði ekki til þess að vinna leikinn. 

Tandri Már Konráðsson skoraði fimm mörk fyrir Skjern auk þess að vera umsvifamikill í vörninni að vanda. 

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik og skoraði átta mörk fyrir Århus-liðið. Hann var jafnframt markahæstur. Sigvaldi Guðjónsson skoraði fimm mörk og Róbert Gunnarsson eitt mark. 

Skjern situr í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig og er þremur stigum á eftir lærisveinum Arons Kristjánssonar í Aalborg sem tróna á toppnum. Århus er í 8. sæti af 14 liðum deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert