Geir tekur enga áhættu að sinni

Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson. Ljósmynd/IHF

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, fór einföldustu leiðina þegar hann valdi 16 leikmenn til þess að taka þátt í leikjunum tveimur við Makedóníu í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fara 4. og 7. maí.

Hann valdi, með einni undantekningu, sömu leikmenn og léku fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu sem fram fór Frakklandi í janúar. Eina undantekningin er að Aron Pálmarsson kemur inn í hópinn en Guðmundur Hólmar Helgason situr eftir heima enda óleikfær vegna meiðsla.

Geir treystir á að hópurinn sem tók þátt í HM komist í gegnum leikina tvo og skili landsliðinu helst fjórum stigum, en aldrei færri en tveimur, í safnið.

Eins og oft áður fyrir landsleiki verður undirbúningurinn skammur. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga í Þýskalandi á mánudaginn og heldur til Skopje í Makedóníu á miðvikudaginn og leikur daginn eftir.

Nánar er fjallað um íslenska landsliðshópinn og komandi verkefni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert