KA/Þór með örlögin í hendi sér

KA/Þór hefur átt góðu gengi að fagna í vetur.
KA/Þór hefur átt góðu gengi að fagna í vetur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA/Þór er með örlögin í 1. deild kvenna í handknattleik, Grill 66-deildinni, í hendi sér eftir útisigur gegn Aftureldingu í dag 24:21.

Staðan í hálfleik var 15:11 fyrir KA/Þór, sem hélt forskoti sínu eftir hlé og vann að lokum þriggja marka sigur sem áður sagði. Hulda Bryndís Tryggvadóttir var markahæst hjá KA/Þór með 7 mörk en hjá Aftureldingu skoraði Íris Kristín Smith 6 mörk.

Með sigrinum jafnaði KA/Þór topplið HK að stigum, en bæði hafa 25 stig. KA/Þór á hins vegar leik til góða og á þrjá leiki eftir en HK tvo, og liðin mætast einmitt í lokaumferðinni fyrir norðan eftir mánuð. Þar gætu úrslitin ráðist, en efsta liðið fer beint upp í efstu deild en liðin í öðru til fjórða sæti fara í umspil um eitt sæti ásamt næstneðsta liði úrvalsdeildar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert