Þreytandi endurtekið efni

(Stefán) Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis.
(Stefán) Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er bara búið að vera svona í vetur,“ sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 20:19-tap hans manna gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fjölnir er í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig.

„Við fáum margoft tækifæri og færi til að ná sigrum en gerum það ekki,“ sagði Arnar. „Þetta er þreytt saga.“

Fjölnir var með tveggja marka forskot þegar átta mínútur voru eftir en skoruðu ekki nema eitt mark það sem eftir lifði leiks. „Við fáum sénsa en nýtum þá ekki og þá fer þetta svona,“ sagði Arnar.

Þjálfarinn sagði að vörn og markvarsla Fjölnis hafi verið ágæt. „Vörn og markvarsla var þokkalega góð,“ sagði Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert