Banamenn ÍBV meistarar

Kári Kristján Kristjánsson í baráttunni við leikmenn Turda í apríl …
Kári Kristján Kristjánsson í baráttunni við leikmenn Turda í apríl síðastliðnum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Rúmenska handknattleiksliðið Potaissa Turda vann í dag Áskorendabikar Evrópu eftir eins marks tap gegn AEK Aþenu, 27:26, í Grikklandi í síðari úrslitaviðureign liðanna. Liðið lagði aftur á móti grunninn að titlinum með 33:22-stórsigri í fyrri viðureinginni í Rúmeníu.

Turda-menn hafa tvö ár í röð slegið íslensk lið úr leik í undanúrslitum þessarar keppni. Í fyrra voru það Valsmenn sem urðu fyrir barðinu á Rúmenunum eftir margfrægan leik þar sem dómararar komu mikið við sögu. Allt virtist hins vegar vera með felldu í dómgæslunni í ár er liðið sló núverandi Íslandsmeistara ÍBV úr leik.

Banamenn ÍBV hömpuðu því titlinum en liðið átti í meiri erfiðleikum með Eyjamenn og unnu þá með minnsta mun, samtals 56:55, á meðan Turda vann úrslitaviðureignina við Aþenu 59:49.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert