Ómar fór á kostum í Íslendingaslag

Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Aalborg í dag með …
Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Aalborg í dag með átta mörk. mbl.is/Eggert

Ómar Ingi Magnússon var magnaður í liði Aalborg í 31:27-sigri liðsins gegn Vigni Svavarssyni og liðsfélögum hans í Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Ómar var markahæstur í liði Aalborg með átta mörk og þá gaf hann sex stoðsendingar í leiknum.

Janus Daði Smárason átti einnig mjög góðan leik í liði Aalborg og skoraði sex mörk en staðan að loknum fyrri hálfleik var 16:13 Aalborg í vil. Vignir Svavarsson lék með Holstebro í dag en hann komst ekki á blað í markaskorun.

Aalborg fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 14 stig og er nú einu stigi frá toppliðum GOG og Bjerringbro-Silkeborg. Holstebro er í fimmta sæti deildarinnar með 11 stig eftir fyrstu 9. umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert