Lykilmaður úr leik með heilahristing

Linus Persson verður ekki meira með á HM.
Linus Persson verður ekki meira með á HM. AFP

Svíar verða að klára heimsmeistaramótið í handknattleik án lykilmannsins Linus Perssons en hornamaðurinn fékk heilahristing eftir þungt höfuðhögg í leik Svía gegn Slóveníu í gær.

Liðin skildu jöfn, 28:28, og er mikil spenna í milliriðlinum. Fyr­ir lokaum­ferðina eru Sví­ar og Egypt­ar með sex stig en Rúss­ar og Slóven­ar fimm. Þessi fjög­ur lið mæt­ast inn­byrðis á sunnu­dag­inn en þá leika Sví­ar við Rússa og Slóven­ar við Egypta. Það eru því nán­ast tveir úr­slita­leik­ir um sæti í átta liða úr­slit­un­um. Svíar verða þó að vera án Perssons í þessum leikjum en hann datt illa á höfuðið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær.

Hann hélt áfram að spila og skoraði þrjú mörk fyrir sænska liðið áður en hann var tekinn af velli eftir um stundarfjórðung þegar hann byrjaði að fá slæman höfuðverk. Albin Lagergren er á leiðinni til Egyptalands en hann mun taka sæti Perssons í sænska liðinu út mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert