Óðinn markakóngur Evrópudeildarinnar

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 8,46 mörk að meðaltali í leik …
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 8,46 mörk að meðaltali í leik í Evrópudeildinni. mbl.is/Óttar Geirsson

Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður svissneska meistaraliðsins Kadetten, varð markakóngur Evrópudeildarinnar í handknattleik sem lauk í gær með sigri þýska liðsins Füchse Berlín. 

Óðinn skoraði 110 mörk í 13 leikjum sem er að jafnaði 8,46 mörk í leik en hann spilaði alla leiki svissneska liðsins fyrir utan þann fyrsta. 

Hornamaðurinn var ekki aðeins markahæstur heldur einnig skotvissastur af 30 markahæstu mönnum keppninnar. Óðinn var með yfir 80% skotnýtingu, nánar til tekið 81,5%, en enginn annar af efstu þrjátíu var með yfir 80%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert