ÍR aftur í úrvalsdeild

ÍR leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
ÍR leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Ljósmynd/ÍR

ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik að nýju með því að leggja ungmennalið Hauka að velli, 36:33, í lokaumferð 1. deildar.

Ungmennalið Fram hrósaði sigri í deildinni með því að vinna sér inn 29 stig en þar sem aðalliðið er í úrvalsdeild fer ungmennaliðið ekki upp um deild.

ÍR hafnaði í öðru sæti með 26 stig og fer þannig beint upp í úrvalsdeild.

Stoppið var stutt í 1. deildinni fyrir Breiðhyltinga en ÍR féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Fjölnir, Hörður frá Ísafirði og Þór frá Akureyri fara í umspil um eitt sæti í úrvalsdeildinni. Fjölnir fékk 25 stig í þriðja sæti, Hörður 24 stig í fjórða sæti og Þór 20 stig í fimmta sæti. Fjölnir situr því hjá í fyrstu umferð umspilsins en Hörður mætir Þór og sigurliðið leikur til úrslita gegn Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert