Afturelding vann fyrsta leik með minnsta mun

Birkir Benediktsson með boltann í kvöld. Jón Ásgeir Eyjólfsson er …
Birkir Benediktsson með boltann í kvöld. Jón Ásgeir Eyjólfsson er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding er komin yfir í einvígi sínu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir heimasigur, 29:28, í fyrsta leik liðanna í Mosfellsbæ í kvöld.

Þórður Tandri Ágústsson fékk tækifæri til að jafna fyrir Stjörnuna í blálokin en Jovan Kukobat í marki Aftureldingar varði glæsilega frá honum.

Afturelding komst sex mörkum yfir í fyrri hálfleik, 11:5, en Stjörnunni tókst að minnka muninn í tvö mörk, sem var munurinn í hálfleik, 14:12.

Afturelding hélt forskotinu framan af í seinni hálfleik og var staðan 25:21 þegar ellefu mínútur voru eftir. Með mikilli baráttu tókst Stjörnunni að minnka muninn í 29:28 þegar mínúta var eftir.

Tókst hvorugu liðinu að skora úr sínum síðustu sóknum og Mosfellingar rétt héldu út og komust yfir í einvíginu.

Árni Bragi Eyjólfsson skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu og Birgir Steinn Jónsson sjö. Tandri Már Konráðsson, Starri Friðriksson og Jón Ásgeir Eyjólfsson gerðu fimm mörk hver fyrir Stjörnuna.

Afturelding 29:28 Stjarnan opna loka
60. mín. Leik lokið Afturelding rétt heldur út og kemst yfir í þessu einvígi. Þetta lofar heldur betur góðu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert