Jafnt í æsispennandi Íslendingaslag

Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik fyrir Ribe-Esbjerg.
Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik fyrir Ribe-Esbjerg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fredericia og Ribe-Esbjerg gerðu í kvöld jafntefli, 27:27, á heimavelli fyrrnefnda liðsins í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta.

Fengu bæði lið eitt stig fyrir leikinn en það lið sem er fyrr til að fá þrjú stig úr einvíginu fer í úrslit. Liðið sem vinnur næsta leik fer því í úrslitaeinvígið, en geri þau annað jafntefli mætast þau þriðja sinni.

Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í marki Ribe-Esbjerg og varði níu skot. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark.

Einar Þorsteinn Ólafsson var að vanda í stóru hlutverki í vörn Fredericia, þar sem Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert