Valsmenn með forskot til Aþenu í úrslitum

Björgvin Páll Gústavsson fagnar af innlifun í kvöld.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar af innlifun í kvöld. mbl.is/Óttar

Valur vann glæsilegan sigur á gríska stórliðinu Olympiacos, 30:26, í fyrri úrslitaleik liðanna í Evrópubikar karla í handbolta á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn standa því nokkuð vel að vígi fyrir seinni leikinn í Aþenu eftir viku.

Það tók Valsmenn fimm mínútur að komast í gang því staðan eftir fimm mínútna leik var 2:0 fyrir Olympiacos. Var það hins vegar í eina skiptið sem munurinn var meiri en eitt mark allan fyrri hálfleik.

Magnús Óli Magnússon sækir að vörn Olympiacos.
Magnús Óli Magnússon sækir að vörn Olympiacos. mbl.is/Óttar

Valsmenn voru snöggir að jafna í 2:2 og skiptust liðin á að vera með eins marks forystu út hálfleikinn. Það var því við hæfi að það var allt hnífjafnt í hálfleik, 14:14.

Benedikt Gunnar Óskarsson lék best Valsmanna í fyrri hálfleik og var hann markahæstur með fjögur mörk. Næstu þrír Valsmenn skoruðu tvö mörk hvert. Gríska stórskyttan Savvas Savvas var markahæstur allra á vellinum í hálfleiknum með fimm mörk.

mbl.is/Óttar Geirsson

Björgvin Páll Gústavsson varði sex skot í markinu, en hefði getað gert betur í nokkrum mörkum gestanna.

Seinni hálfleikur byrjaði á sömu nótum og liðin skiptust á að skora. Valur komst svo tveimur mörkum yfir í fyrsta skipti í stöðunni 20:18 og svo í kjölfarið þremur yfir í 21:18 þegar 20 mínútur voru eftir.

Alexander Petersson með boltann í kvöld.
Alexander Petersson með boltann í kvöld. mbl.is/Óttar

Gestirnir skoruðu næstu þrjú mörk og jöfnuðu í 21:21. Því svöruðu Valsmenn og voru íslensku bikarmeistararnir tveimur mörkum yfir þegar tólf mínútur voru eftir, 23:21. Sem fyrr svöruðu gestirnir og jöfnuðu í 24:24, sem var staðan þegar átta mínútur voru eftir.

Rétt eins og áður í seinni hálfleik brugðust Valsmenn við og náðu aftur þriggja marka forskoti, 27:24. Tókst gestunum ekki að jafna eftir það og Valur fer með fjögurra marka forskot til Aþenu. 

Ísak Gústafsson sækir að marki Olympiacos.
Ísak Gústafsson sækir að marki Olympiacos. mbl.is/Óttar
Tjörvi Týr Gíslason í miklum ham í kvöld.
Tjörvi Týr Gíslason í miklum ham í kvöld. mbl.is/Óttar
Stuðningsmenn Vals í kvöld.
Stuðningsmenn Vals í kvöld. mbl.is/Óttar
Valur 30:26 Olympiacos opna loka
60. mín. Ivan Sliskovic (Olympiacos) skoraði mark Gegnumbrot eftir langa sókn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert