12 leikir á HM í dag - Úrslitaleikur Íslands

Elvar Örn Jónsson sækir að vörn Barein á HM.
Elvar Örn Jónsson sækir að vörn Barein á HM. AFP

Öll 24 liðin verða í eldlínunni á HM í handbolta í dag og í kvöld en riðlakeppninni lýkur þá með tólf leikjum.

Flest liðin hafa að einhverju að keppa í leikjunum tólf. Átta lið hafa tryggt sér sæti í milliriðlum en þau keppast við að taka með sér sem flest stig í milliriðlana. Liðin átta sem eru komin áfram eru: Frakkland, Þýskaland, Króatía, Spánn, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ungverjaland.

Tólf lið berjast um að komast í milliriðlana og er Ísland eitt þeirra en ljóst er fyrir lokaumferðina að fjögur lið eiga ekki möguleika á að komast áfram en það eru: Kórea, Japan, Barein og Sádi-Arabía.

Leikir dagsins:

A-riðill:
14.30 Brasilía - Kórea
17.00 Þýskaland - Serbía
19.30 Frakkland - Rússland

Staðan: Frakkland 7, Þýskaland 6, Brasilía 4, Rússland 4, Serbía 3, Kórea 0.

B-riðill:
14.30 Barein - Japan
17.00 Ísland - Makedónía
19.30 Króatía - Spánn

Staðan: Króatía 8, Spánn 8, Ísland 4, Makedónía 4, Japan 0, Barein 0.

C-riðil:
14.00 Síle - Sádi-Arabía
16.30 Austurríki - Síle
19.15 Noregur - Danmörk

Staðan: Noregur 8, Danmörk 8, Túnis 4, Síle 2, Austurríki 2, Sádi-Arabía 0.

D-riðill:
14.30 Egyptaland - Angóla
17.00 Katar - Argentína
19.30 Svíþjóð - Ungverjaland

Staðan: Svíþjóð 8, Ungverjaland 6, Egyptaland 3, Argentína 3, Angóla 2, Katar 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert