„Fann að við vorum með öll fráköst“

Darri Hilmarsson hefur verið stöðugur í leik sínum fyrir KR í vetur og brást ekki í fyrsta úrslitaleiknum gegn Tindastóli í kvöld. Darri skoraði 13 stig og tók 6 fráköst í 94:74 sigri KR. 

„Finnur (Freyr Stefánsson þjálfari KR innskot mbl.is) sagði fyrir leik að frákastabaráttan
skipti rosalegu miklu máli og ég er alveg sammála því. Liðið sem vinnur þá baráttu vinnur
leikinn í 99% tilvika,“ sagði Darri meðal annars við mbl.is í kvöld en KR tók 61 frákst í leiknum en Tindastóll 29 sem er nokkuð sláandi tölfræði. 

Tindastóll var án Myrons Dempsey sem tekur 10 fráköst að meðaltali í leik en hann fékk högg á augað á æfingu. Darri sagði KR-inga hafa haft vitneskju um það liðlega hálftíma fyrir leik að Dempsey yrði ekki leikfær. 

Darri sækir að körfu Tindastóls í kvöld.
Darri sækir að körfu Tindastóls í kvöld. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert