Palmer skoraði 43 stig í kvöld

Haiden Denise Palmer
Haiden Denise Palmer Eva Björk Ægisdóttir

Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í körfuknattleik kvenna í kvöld. 

Grindavík gjörsigraði Hamar með 54 stigum, en lokatölur þar urðu 102:48 Grindavík í vil. Keflavík sigraði Stjörnuna með 23 stigum þar sem lokatölur urðu 75:52.

Þá átti Haiden Denise Palmer stórleik þegar Snæfell bar sigurorð af Haukum í toppslag umferðarinnar í Stykkishólmi. Palmer skoraði 43 stig í 10 stiga sigri Snæfells gegn Haukum, en lokatölur í þeim leik urðu 75:65. 

Snæfell er með 16 stig á toppnum, Haukar eru með 14, Grindavík 10, Keflavík 8, Valur 6, Stjarnan 4 og Hamar 2 stig.

Tölfræði leikjanna er þessi:

Grindavík - Hamar 102:48

Mustad höllin, Úrvalsdeild kvenna, 29. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 14:2, 20:4, 24:8, 28:12, 31:16, 44:19, 55:23, 64:25, 72:25, 79:30, 83:34, 84:36, 85:38, 91:41, 98:42, 102:48.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 24/10 fráköst/8 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 22/17 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 13, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Halla Emilía Garðarsdóttir 10/8 fráköst, Íris Sverrisdóttir 9/9 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 7/9 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 4, Hrund Skuladóttir 2.

Fráköst: 34 í vörn, 26 í sókn.

Hamar: Jenný Harðardóttir 11, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/7 fráköst/5 varin skot, Suriya McGuire 6/4 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 6, Margrét Hrund Arnarsdóttir 4, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 3, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2, Íris Ásgeirsdóttir 2.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík - Stjarnan 75:52

TM höllin, Úrvalsdeild kvenna, 29. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 4:4, 6:8, 15:8, 17:12, 25:16, 29:22, 33:26, 35:27, 40:28, 43:36, 47:36, 52:38, 60:42, 63:45, 69:48,75:52.

Keflavík: Melissa Zorning 17/5 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 13/16 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7/6 fráköst/8 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Irena Sól Jónsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.

Stjarnan: Margrét Kara Sturludóttir 20/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 13, Eva María Emilsdóttir 4/5 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 4 í sókn.

Snæfell - Haukar 75:65

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 29. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 4:5, 9:7, 14:11, 15:13, 19:22, 24:27, 30:31, 35:31, 40:35, 43:42, 43:46, 51:51, 55:54, 59:60, 66:62, 75:65.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 43/14 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 16/6 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5/10 fráköst, María Björnsdóttir 5, Berglind Gunnarsdóttir 3/6 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 1.

Fráköst: 35 í vörn, 7 í sókn.

Haukar: Pálína María Gunnlaugsdóttir 20/7 fráköst, Helena Sverrisdóttir 19/10 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/8 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/6 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 2, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert