Tap hjá meisturunum

LeBron James skoraði 24 stig fyrir sína menn í Cleveland.
LeBron James skoraði 24 stig fyrir sína menn í Cleveland. AFP

John Wall skoraði 37 stig fyrir Washington Wizards í nótt þegar liðið lagði meistarana í Cleveland Cavaliers, 127:115, í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Wall skoraði 18 af stigunum 37 í fyrsta leikhlutanum en hann hitti úr öllum átta skotum sínum. Bradley Beal skoraði 27 stig fyrir Washington en hjá Cleveland var stórstjarnan LeBron James með 24 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.

Jamal Crawford kom af bekknum og skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers í sigri liðsins gegn Utah, 108:95. Frakkinn Rudy Gobert skoraði 26 stig og tók 14 fráköst í liði Utah.

Toronto tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigri gegn Dallas á útivelli, 94:86. DeMar DeRozan og Serge Ibaka voru með 18 stig hvor fyrir Toronto.

Úrslitin í nótt:

Dallas - Toronto 86:94
Portland - Minnesota 112:100
SA Spurs - New York 106:98
LA Clippers - Utah 108:95
Cleveland - Washington 115:127



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert